
SWNX Restless er hönnuð sérstaklega fyrir eldra fólk. Munurinn á þessari og hinum rólunum liggur aðallega í því að stúturinn sem stendur upp úr plötunni er fastur, það gerir það að verkum að rólan verður stöðugri og gerir fólki kleift að leggja annan fótinn upp á plattann í einu án þess að platan renni undan. Það að sveifla fótunum til og frá, hvort sem það er við matarborðið eða við skrifborðið, eykur blóðflæði í fæturnar til muna ásamt því að rólan virkar róandi. Smíðuð á vernduðum vinnustað í Danmörku úr hágæða efnum, fallegur lakkaður birkikrossviður í plötu, spottinn er klipptur í mjög sterkri klifurlínu og endist "nánast endalaust".