Skilmálar

Skilmálar vefverslunar

Almennt

Allar upplýsingar á vef okkar - www.kartoflur.is - , þar með talið birgðastaða, verð osfrv. eru birt með fyrirvara um villur. Kartöflur ehf - Umboðsaðili Swinx á Íslandi áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, breyta afhendingartíma osfrv.

Upplýsingar um fyrirtækið okkar:

Kartöflur ehf
Kennitala: 631019-0640
Vsk.nr.: 136088
Lögheimili: Bakka í Vatnsdal, 541 Blönduósi
Póstfang: Þorláksgeisli 27, 113 Reykjavík

Eigendur og umsjónamenn eru Jóhann Sigurjón Jakobsson og Bergþóra I Sveinbjörnsdóttir.

Hægt er að ná í okkur í síma 661-0057 eða á netfanginu hallo@kartoflur.is

Afhending vöru

Við gerum okkar besta við að koma vörum til Póstsins eins fljótt og auðið er. Öllum pöntunum er dreift af Póstinum. Gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vöru frá Póstinum. Skilmálar Póstsins eru aðgengilegir á vefsíðu fyrirtækisins www.postur.is .

Skilafrestur

Kaupandi hefur 30 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi og í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Um vöruskil af vöru sem keypt er í netverslun gildir að kaupandi á rétt á endurgreiðslu innan 14 daga frá kaupum.

Gölluð vara

Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og/eða viðgerð í samræmi við lög um neytendaábyrgð.

Netverð

Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara. 

Skattar og gjöld

Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.

Sendingarkostnaður

Sendingarkostnaður er birtur í körfu, dæmið er einfalt: 790kr fyrir stakar rólur eða aukahluti. Ef pantaðar eru tvær rólur eða fleiri fellum við flutningskostnað niður.

Flutningur þessi gildir á næsta pósthús við þig :)

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Persónulegar upplýsingar sem við fáum frá þér

Þegar þú pantar vöru í vefverslun okkar söfnun við einungis upplýsingum sem þú skráir, eins og nafn þitt, netfang, heimilisfang og síma. Með því að panta vöru og skrá upplýsingar þá heimilarðu slíka söfnun upplýsinga. Sama gildir ef þú skráir þig sem viðskiptavin.

Upplýsingar um kreditkortið þitt eru aðeins vistaðar á meðan viðskiptin fara fram og eru samþykkt í kerfinu. Korta geymir kortaupplýsingar þínar í öruggum kerfum sínum, en ekki á greiðslusíðunni sjálfri.

Um leið og pöntunin er staðfest og þú færð staðfestinguna í hendur verður öllum upplýsingum um kortið eytt úr kerfinu. Kortaupplýsingar þínar eru öruggar á meðan ferlinu stendur. Hið sama gildir hvort sem þú ert skráður notandi eða ekki.

Fyrir frekari upplýsingar um öruggi greiðslu þinnar vísum við á heimasíðu Korta.

Varnarþing

Þessir skilmálar eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans, skal það rekið fyrir íslenskum dómstóli. Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um neytendasamninga nr 16/2016 og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 16/2016 byrja að líða þegar móttaka vöru á sér stað.